Í dag er miðvikudagur 27. september, 271. dagur ársins 2000. Orð dagsins: "En þér eruð mínir sauðir. Mín gæsluhjörð eruð þér. Ég er yðar Guð, segir Drottinn Guð."

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Pedra Rubia kemur í dag. Lagarfoss kemur og fer í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Lydia Kosan kom í gær, Mala Khitovyy og Gemini fóru í gær, Lagarfoss og Ocean Tiger fara í dag.

Fréttir

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun. Opið alla miðvikud. frá kl. 14-17.

Mannamót

Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnstofa, kl. 14 félagsvist. Minnum á skráningu í námskeið í fluguhnýtingum, tréskurði og bútasaumi. Síðustu forvöð að skrá sig í afgreiðslu eða í síma 562-2571.

Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13-16.30 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9-16 hár- og fótsnyrtistofur opnar.

Bólstaðarhlíð 43. K. 8-13 hárgreiðsla, kl. 8-12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 10-10.30 banki, kl. 13-16.30 spiladagur, kl. 13-16 vefnaður.

Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. kl. 9 hárgreiðslustofan opin og opin handavinnustofan, kl. 13 opin handavinnustofan.

Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15 til 16 og skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30 til 18. Haustferð til Þingvalla verður farin fimmtud. 28. sept., farið frá Gjábakka kl. 14 og Gullsmára kl. 14.15. Stansað á athyglisverðum stöðum. Boðið verður upp á kaffi í ferðinni. Uppl. í símum 564-5260 og 554-3400.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 fjölbreytt föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Enskukennsla, framhaldsflokkur hefst mánudaginn 2. október og byrjendaflokkur miðvikudaginn 4. október kl. 13.30 báða dagana. Skráning í síma 552-4161.

Félagsstarf aldraðra í Garðabæ, opið starf í Kirkjulundi og heitt á könnunni mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 14-16, allir velkomnir. Námskeiðin eru byrjuð; málun, keramik, leirlist, glerlist, tréskurður, bútasaumur, boccia og leikfimi. Opið hús í Holtsbúð 87 á þriðjudögum kl. 13.30. Rútuferðir frá Álftanesi, Hleinum og Kirkjulundi. s 565-0952 og 565-7122. Helgistund í Vídalínskirkju á þriðjud. kl. 16.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndmennt kl. 13. Pílukast og frjáls spilamennska kl. 13:30.

Dansleikur á föstudagskvöld með Caprí Tríói. Aðgöngumiði gildir sem happdrætti.

Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing í dag kl. 17. Línudanskennsla fellur niður, hefst aftur 25. október. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi á dag kl. 10. Útifundur til að krefjast bættra kjara á Austurvelli við Alþingishúsið mánud. 2. okt. kl. 15. Fjölmennum og sýnum samstöðu. Uppl. á skrifstofu FEB í s. 588-2111 kl. 9-17.

Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, bókband og handavinna, kl. 10.30-11 bankaþjónusta frá Landsbankanum, kl. 11 leikfimi, kl. 14 sagan.

Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna, kl. 11.20 kynslóðirnar hittast, börn frá Ölduselsskóla koma í heimsókn. Frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tónhornið (hljóðfæral. hittast og spila) "Kátir dagar-kátt fólk". Föstudaginn 6. október er skemmtun á Hótel Sögu. Miðar seldir hjá félagsstarfinu. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720.

Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, húsið öllum opið, kl. 17 bobb. Dagskrá um starfsemi í Gjábakka fram til áramóta liggur frammi. Sýning Garðars Guðjónssonar á útsaums- og þrívíddarmyndum í Gjábakka hefur verið framlengd til 29. sept.

Gullsmári, Gullsmára 13. Opið virka dag kl. 9-17. Matarþjónusta er á þriðjud. og föstud. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er opin frá kl. 10-16. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Gleðigjafarnir syngja á föstudag kl. 14-15.

Hraunbær 105. Kl. 9-16.30 bútasaumur, 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11-11,.30 banki, kl. 13-16.30 brids.

Hæðargarður 31. Kl. 9-16.30 opin vinnustofa, kl. 9-16.30 fótaaðgerð, kl. 13-17 böðun.

Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 14 danskennsla, kl. 15 frjáls dans og teiknun og málun.

Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðastofan opin, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10.10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn og félagsvist kl. 14, kaffi og verðlaun.

Vesturgata 7. kl. 8.30-10.30 sund, kl. 9-16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 13-14 spurt og spjallað. Félags- og þjónustumiðstöðin verður 11 ára þriðjud. 3. okt. Af því tilefni er gestum og velunnurum boðið í morgunmat frá kl. 9-10.30. Félagsvist byrjar þriðjud. 3. okt. kl. 13 stjórnandi Hrefna Jóhannsdóttir. Rjómapönnukökur með kaffinu.

Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10

verslunarferð.

Korpúlfarnir (eldri borgarar í Grafarvogi)

Korpúlfarnir hittast á Korpúlfsstöðum á fimmtudaginn kl. 10. Þar verður púttað, spjallað, kaffi og farið í göngutúr ef veðrið leyfir. Allir velkomnir. Uppl. veitir Oddrún Lilja í síma 545-4500 virka daga kl. 8.30 og 13.30.

FAAS, félag aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra. Fundur í kvöld kl. 20 í félagsmiðstöðinni Árskógum.

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 12.

Stokkseyringafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn sunnudaginn 1. okt. í fóstbræðraheimilinu Langholtsvegi 111, kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið vel.

ITC-deildin Melkorka. Fundur í Gerðubergi kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. Upplýsingar veitir Auður í síma 567-6443.

Hana-nú Kópavogi . Fundur í Bókmenntaklúbbi Hana-nú í kvöld kl. 20 á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Efni fundarins er vetrarstarfið og upprifjun á för Bókmenntaklúbbs á Listaviku Bolungavíkur sl. sumar.

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Félagsvist kl. 19.30 í kvöld, haustmót tafldeildar hefst á morgun, fimmtudag, kl. 19.30 í félagsheimilinu.

(Esek. 34, 31.)