Ennþá nýtur Sigurbjörn Bárðarson höfðingsskapar Hafliða Halldórssonar og hefur hinn mikla gæðing hans, Valíant frá Heggstöðum, að láni. Unnu þeir félagar léttan sigur í töltinu á Ingólfshvoli.
Ennþá nýtur Sigurbjörn Bárðarson höfðingsskapar Hafliða Halldórssonar og hefur hinn mikla gæðing hans, Valíant frá Heggstöðum, að láni. Unnu þeir félagar léttan sigur í töltinu á Ingólfshvoli.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LENGI er von á einu móti og nú um helgina var haldið eitt lítið á Ingólfshvoli þar sem boðið var upp á fjórar greinar innanhúss.

LENGI er von á einu móti og nú um helgina var haldið eitt lítið á Ingólfshvoli þar sem boðið var upp á fjórar greinar innanhúss. Keppt var í tölti, fjórgangi, fimmgangi og skeiði í gegnum Ölfushöllina þar sem tímataka hófst við innkomu og klukkan stöðvuð við úthlaupið, líklega einir 60 metrar.

Þótt þátttaka hafi ekki verið mikil vekur þetta nokkra athygli að bjóða upp á mót á þessum tíma með svo stuttum fyrirvara. Ætla má að þátttaka hefði orðið mun meiri ef menn hefðu vitað með lengri fyrirvara um þetta mót því ljóst er að hross eru all víða í þjálfun og sjálfsagt hefðu einhverjir beðið með að rífa undan hestum sínum ef þetta hefði verið vitað. Aðeins einn dómari dæmdi og var þar að störfum Skúli Steinsson sem er þekktur að því að nota dómskalann all ítarlega. Veigrar hann sér ekki við að fara hátt þegar honum þykir sérlega vel að verki staðið en að sama skapi refsar hann grimmilega sé einhver klaufaskapur á ferðinni og seilist þá í hin dýpstu djúp skalans. Má sjá þetta á einkunnum þeirra sem voru í úrslitum en þær spönnuðu býsna vítt svið, allt frá 7,95 niður 5,00.

Ekki er neinum blöðum um það aðfletta að sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár heldur áfram. Bæði keppnistímabilið er að lengjast og ekki bara það því fólk stundar útreiðar í ríkari mæli en tíðkast hefur. Ætla má að með bættri aðstöðu líði ekki langur tími þar til hestamennskan fer að verða heilsárs viðfangsefni.

Sigurbjörn Bárðarson náði 7,95 í einkunn í úrslitum á Valíant frá Heggstöðum sem telst til tíðinda og sömuleiðis var Sigurður Sæmundsson í miklum ham á stóðhesti sínum Esjari frá Holtsmúla og hlutu þeir 7,84 í fimmgangi.

Að sögn Steindórs Guðmundssonar hjá Tölthestum er ekki í ráði að bjóða upp á fleiri mót í Ölfushöllinni að sinni en hinsvegar munu hefjast sölusýningar á vegum Tölthesta og Hrossaræktarsamtaka Suðurlands og verða þær haldnar hálfsmánaðarlega, sú fyrsta 30. september. Hinsvegar benti hann á að fyrirhugað væri að halda mót 30. desember! Ekki væri búið að ákveða með hvaða formi það mót yrði en það kæmi í ljós síðar. En úrslit mótsins á Ingólfshvoli urðu annars sem hér segir:

Tölt

1. Sigurbjörn Bárðarson á Valíant frá Heggstöðum, 7,952.

2. Reynir Aðalsteinsson á Keflvíkingi frá Ketilsstöðum, 7,103

3. Axel Ómarsson á Spuna frá Torfunesi, 6,634.

4. Hallgrímur Birkisson á Bróður frá Rifshalakoti, 5,335.

5. Anne Crompe á Krapa, 5,00

Fjórgangur

1. Sigurbjörn Bárðarson á Hauki frá Akurgerði, 6,842.

2. Snorri D. Sveinsson á Tuma frá Tjörn, 6,663.

3. Reynir Aðalsteinsson á Keflvíkingi frá Ketilsstöðum, 6,604.

4. Eva Katarina á Rauð, 5,945.

5. Hallgrímur Birkisson á Bróður frá Rifshalakot, 5,60

Fimmgangur

1. Sigurður Sæmundsson á Esjari frá Holtsmúla, 7,842.

2. Snorri D. Sveinsson á Sólkötlu frá Langholtsparti, 7,413.

3. Reynir Aðalsteinsson á Vísi frá Sigmundarstöðum, 6,874.

4. Hrafnkell Guðnason á Fjalari frá Glóru, 6,205.

Anna B. Ólafsdóttir Mána frá Innri-Kleif, 5,94

Ölfushallarskeið

1. Páll Bragi Hólmarsson á Frosta frá Fossi, 5,992

2. Daníel Jónsson á Rósu frá Ingólfshvoli, 6,303.

3. Ólafur Ásgeirsson á Óðni frá Þúfu, 6,50