Bygging nýrrar þjónustumiðstöðvar í Súðavík gengur vel.
Bygging nýrrar þjónustumiðstöðvar í Súðavík gengur vel.
Ísafirði -Framkvæmdir við byggingu þjónustumiðstöðvar í nýju byggðinni í Súðavík hafa staðið yfir í allt sumar. Markmiðið er að steypa húsið upp og loka því fyrir veturinn og vonast menn til að uppsteypu ljúki innan þriggja vikna.
Ísafirði -Framkvæmdir við byggingu þjónustumiðstöðvar í nýju byggðinni í Súðavík hafa staðið yfir í allt sumar. Markmiðið er að steypa húsið upp og loka því fyrir veturinn og vonast menn til að uppsteypu ljúki innan þriggja vikna. Þá verður farið í að útibyrgja og síðan verður unnið í húsinu í allan vetur. Stefnt að því að taka það í notkun eftir rúmt ár.

Verkið er í höndum heimamanna, Trésmiðju Garðars Sigurgeirssonar ehf., sem var lægstbjóðandi í allt verkið ofan botnplötu. Húsið verður tæplega 800 fermetrar og verður þar stjórnsýsla Súðavíkurhrepps, aðsetur heilsugæslunnar, lítil greiðasala, pósthús, bankaþjónusta og fleira. Þessi bygging má heita lokaátakið í flutningi byggðar í Súðavík.