Jóhannes Helgi.
Jóhannes Helgi.
Hin hvítu segl er skáldsaga eftir Jóhannes Helga, byggð á sjóferðaminningum föðurbróður höfundar, Andrésar P. Matthíassonar, frá Haukadal í Dýrafirði (1895-1985).
Hin hvítu segl er skáldsaga eftir Jóhannes Helga, byggð á sjóferðaminningum föðurbróður höfundar, Andrésar P. Matthíassonar, frá Haukadal í Dýrafirði (1895-1985).

Andrés hóf sjómennsku vart af barnsaldri og lifði lífi sínu á heimshöfunum í hálfa öld, fyrst á seglskipum suður fyrir miðbaug og síðar á togurum, þar af vargöld tveggja heimsstyrjalda. Í formála höfundar segir m.a.:

"Bók þessi kom út hjá Setbergi fyrir 38 árum og þá skilgreind sem æviminningar, svo sem þá tíðkaðist. Heimildaskáldsaga var þá lítt þekkt hugtak, en það á við um þessa sögu og raunar gott betur.

Lesandinn mun enda strax sjá við lesturinn að bygging sögunnar og efnistök, þ.á m. hugrenningar gamla sjómannsins frá náttmálum til dagrenningar, bera skýr einkenni skáldsögu. Efniviðinn sótti ég í söguforða föðurbróður míns, Andrésar Péturssonar Matthíassonar sjómanns frá Haukadal í Dýrafirði (1895-1985).

Andrés var sögumaður góður, manna harðastur af sér og annálaður sjómaður. Þegar samræður okkar fóru fram glímdi hann enn við Ægi konung og stóðst yngri mönnum fyllilega snúning, kominn hátt á sjötugsaldur, og hafði þá stundað sjóinn í hálfa öld, seinni árin á vélbátum og togurum, en á yngri árum sigldi hann á skútum og þar næst um heimshöfin á hámöstruðum seglskipum og gisti fjarlæg lönd."