BROS og bleiur nefnist opið hús á fimmtudögum frá kl. 16 til 17.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju fyrir unga foreldra um og undir tvítugu. Umsjón er í höndum Önnu Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðings og Péturs Björgvins Þorsteinssonar trúaruppeldisfræðings.

BROS og bleiur nefnist opið hús á fimmtudögum frá kl. 16 til 17.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju fyrir unga foreldra um og undir tvítugu. Umsjón er í höndum Önnu Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðings og Péturs Björgvins Þorsteinssonar trúaruppeldisfræðings.

Í bæklingi sem Háteigskirkja hefur gefið út til kynningar á starfinu segir m.a.: "Okkur langar til þess að bjóða upp á stað og stund fyrir ungt fólk sem á það sameiginlegt að vera orðið forldrar. Dagskáin snýst um okkur öll, börnin og skin og skúrir í lífinu. Bros og bleiur er ekkert námskeið, engin fyrirlestraröð, en ekki heldur einhver "Æi-aumingja-Gunna-gráthópur".

Við ætlum að reyna að hafa það huggulegt saman, taka hverjum einstaklingi eins og hún/hann er og leyfa henni/honum að vera einsog hún/hann er áfram.

Anna og Pétur, sem eru í forsvari fyrir Bros og bleiur, hafa undirbúið dagskrá fyrir suma fimmtudagana, sem hverjum er frjálst að taka þátt í. Það er bara ekkert mál að sitja áfram yfir kaffibollanum, þó að hinir fari í dagskrá."