ÁHUGAHÓPUR um Sjögrens-sjúkdóminn heldur fræðsludag og aðalfund laugardaginn 30. september á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. frá kl. 10-17.

ÁHUGAHÓPUR um Sjögrens-sjúkdóminn heldur fræðsludag og aðalfund laugardaginn 30. september á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. frá kl. 10-17.

Á fundinum mun Björn Guðbjörnsson, dósent í gigtarrannsóknum og sérfræðingur við rannsóknarstofuna í gigtarsjúkdómum, halda fyrirlestur um algengi augn- og munnþurrks meðal Íslendinga og hvort heilkenni Sjögrens sé algengt hér á landi. Að því loknu flytur Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari fræðsluerindi um þreytu og verki. Aðalfundur áhugahóps um Sjögrens-sjúkdóminn hefst síðan kl. 15.30 og stendur til kl. 17, segir í fréttatilkynningu.

Þátttökugjald er 1.800 kr. en innifalinn er léttur hádegisverður. Allir velkomnir.