TVÖ svæðafélög Félags grunnskólakennara, Kennarafélag Suðurlands og Kennarafélag Vestmannaeyja, halda sameiginlegt haustþing ásamt Skólastjórafélagi Suðurlands í íþróttahúsinu á Flúðum dagana 28. og 29. september.

TVÖ svæðafélög Félags grunnskólakennara, Kennarafélag Suðurlands og Kennarafélag Vestmannaeyja, halda sameiginlegt haustþing ásamt Skólastjórafélagi Suðurlands í íþróttahúsinu á Flúðum dagana 28. og 29. september.

Fyrri dag haustþingsins verður haldin ráðstefna um skólamál og þær breytingar sem verða í kjölfar nýrrar aðalnámskrár á grunn- og framhaldsskólastigi. Framsögumaður verður Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Einnig flytja fulltrúar foreldra, kennara, skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna stutt erindi. Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður.

Síðari dag haustþingsins verður dagskráin með hefðbundnu sniði. Þar verða flutt fjölmörg erindi, m.a. um nýsköpun í skólastarfi, kynnt verða þróunarverkefni og ýmis nýmæli í kennslu og námsefni, segir í fréttatilkynningu.

Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur Kennarafélags Suðurlands. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, flytur erindi á fundinum um stöðuna í kjaramálum kennara.