TILLAGA um að efnt yrði til hátíðar í Garðabæ, eina helgi að vori eða hausti, var lögð fyrir bæjarstjórn nýlega og var samþykkt að vísa henni til bæjarráðs.

TILLAGA um að efnt yrði til hátíðar í Garðabæ, eina helgi að vori eða hausti, var lögð fyrir bæjarstjórn nýlega og var samþykkt að vísa henni til bæjarráðs.

Í tillögunni segir að tilgangur hátíðarinnar sé að efla samkennd og bæjarvitund íbúa Garðabæjar og gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt. Lagt er til að sem flestir þættir bæjarlífsins verði tengdir saman, svo sem skólastarf, íþróttir og félagsstarf og í tillögunni koma fram hugmyndir að viðburðum fyrir hátíð af þessu tagi.

Í tillögunni er stungið upp á því að haldin verði íþróttamót fyrir leikskólabörn og grunnskólabörn og að haldið verði markaðstorg og fjölskylduskemmtun á Garðatorgi svo dæmi séu nefnd og að hátíðinni myndi ljúka með grillveislu eða fjölskylduballi.