Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri Garðaskóla, Jóhannes Breiðfjörð Pétursson, sölumaður hjá EJS, og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri íGarðabæ.
Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri Garðaskóla, Jóhannes Breiðfjörð Pétursson, sölumaður hjá EJS, og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri íGarðabæ.
GARÐABÆR og Einar J. Skúlason hf. hafa undirritað samning um að kaupa fartölvur fyrir skólastjórnendur og alla kennara í grunnskólum Garðabæjar. Jafnframt hefur annar tölvubúnaður verið endurnýjaður og hraði gagnaflutninga um Netið verið aukinn.

GARÐABÆR og Einar J. Skúlason hf. hafa undirritað samning um að kaupa fartölvur fyrir skólastjórnendur og alla kennara í grunnskólum Garðabæjar. Jafnframt hefur annar tölvubúnaður verið endurnýjaður og hraði gagnaflutninga um Netið verið aukinn.

Starfshópur á vegum fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar hefur unnið skýrslu sem ber nafnið

"Framtíðarskipan tölvumála grunnskóla Garðabæjar". Þar eru sett fram markmið, sem miða að því að gera grunnskólum bæjarins kleift að mæta aukinni notkun tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfinu.

Auk þessa samnings um kaup á fartölvum fyrir skólastjórnendur og kennara samþykkti bæjarráð að ráðinn yrði kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni og

tölvuumsjónarmaður í hvern grunnskóla Garðabæjar. Einnig að skipulagt yrði 20 kennslustunda endurmenntunarnámskeið fyrir kennara í notkun tölvu- og upplýsingatækni í námi og kennslu.