KEPPNISFORMIÐ er tvímenningur og suður ákveður að fórna í fjóra spaða yfir fjórum hjörtum mótherjanna. Þegar blindur kemur upp, lítur út fyrir að það hafi verið slæm ákvörðun: Austur gefur; enginn á hættu.

KEPPNISFORMIÐ er tvímenningur og suður ákveður að fórna í fjóra spaða yfir fjórum hjörtum mótherjanna. Þegar blindur kemur upp, lítur út fyrir að það hafi verið slæm ákvörðun:

Austur gefur; enginn á hættu.

Norður
G764
G
K8753
862

Suður
ÁK952
Á108
94
754

Vestur Norður Austur Suður
- - 1 lauf 1 spaði
2 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar
Dobl Pass Pass Pass

Vestur kemur út með smátt hjarta og austur lætur kónginn. Suður drepur og sér um leið að hjartagosi makkers tryggir tvo trompslagi í vörn gegn fjórum hjörtum. Það eru vonbrigði, því fjögur hjörtu gætu tapast og þá gefur fórnin ekki mörg stig. En hér er verkefnið að spila fjóra spaða. Hvernig myndi lesandinn spila?

Þú verður að gefa þér að fjögur hjörtu vinnist og reyna að fara ekki meira en tvo niður. Það er enginn á hættu og gjaldið fyrir tvo niður er 300, en geimið gefur 420 og þá er fórnin góð. En 500 væri hræðilegt, svo þú mátt alls ekki fara þrjá niður.

Norður
G764
G
K8753
862

Vestur Austur
8 D103
D9643 K752
D62 ÁG10
ÁDG10 K93

Suður
ÁK952
Á108
94
754

Það er að mörgu að hyggja í tvímenningi. En eftir þessa athugun slærðu því föstu að spaðinn liggi 3-1 (annars tapast fjögur hjörtu). Þú trompar því hjarta í öðrum slag og ferð af stað með spaðagosa úr borði. Þannig ræðurðu við drottningu þriðju í austur og tapar aðeins þegar einspil vesturs er drottning.

Þetta gengur allt ljómandi vel - fjögur hjörtu vinnast og þú ferð bara tvo niður, ekki satt?