Bandaríkjamaðurinn Vince Carter þótti sýna snilldartilrif er hann stökk nánast yfir hinn 218 sentímetra háa franska miðherja, Frederic Weis, og tróð boltanum ofan í körfuna.
Bandaríkjamaðurinn Vince Carter þótti sýna snilldartilrif er hann stökk nánast yfir hinn 218 sentímetra háa franska miðherja, Frederic Weis, og tróð boltanum ofan í körfuna.
Bandarísku landsliðin í karla- og kvennaflokki unnu alla leiki sína í riðlakeppni Ólympíuleikana í Sydney og karlaliðið hefur nú leikið 108 leiki á Ólympíuleikum frá og aðeins tapað 2 leikjum.

Vince Carter leikmaður bandaríska liðsins og "troðslukóngur" NBA-deildarinnar var aðalumræðuefnið eftir sigurleik gegn Frökkum en í leiknum tróð Carter boltanum sem oftar í körfuna en í þetta sinn stökk Carter nánast yfir miðherjann Frederic Weiss sem er "aðeins" 2.18 metrar á hæð. Rudy Tomjanovich þjálfari bandaríska liðsins sagði við fjölmiðla eftir leikinn að hann hefði aldrei áður séð leikmann stökkva jafn hátt og Carter gerði í þessu tilfelli og troðslan væri eitthvað sérstakt sem allir myndu eftir að Ólympíuleikunum loknum. Jason Kidd samherji Carters tók undir orð þjálfararns og sagði að jafnvel Michael Jordan hefði ekki getað leikið þetta eftir.

Spánn, Kína, Angóla og Nýja-Sjáland komust ekki áfram úr riðlakeppninni í karlaflokki en Senegal, Nýja-Sjáland, Kanada og Kúba í kvennaflokki.

Í undanúrslitum kvennaliða þann 27. september mætast: Rússland - Brasilía, Ástralía - Pólland, Frakkland - Kórea, Bandaríkin - Slóvakía.

Undanúrslit karlaliðana hefjast 28. september og liðin sem mætast eru: Ítalía - Ástralía, Kanada - Frakkland, Júgóslavía - Litháen, Bandaríkin - Rússland.