GRIKKIR, sem munu halda 28. Ólympíuleikana árið 2004, hafa leitað til nokkurra Ástrala og beðið þá um að aðstoða sig við framkvæmd leikanna. Þetta kemur fram í ástralska blaðinu Daily Telegraph á sunnudaginn.
GRIKKIR, sem munu halda 28. Ólympíuleikana árið 2004, hafa leitað til nokkurra Ástrala og beðið þá um að aðstoða sig við framkvæmd leikanna. Þetta kemur fram í ástralska blaðinu Daily Telegraph á sunnudaginn. Þar segir að Alþjóðaólympíunefndin hafi rætt við yfirmann lögreglunnar og beðið hann að hafa yfirumsjón með öryggismálum á leikunum í Aþenu. Einnig segir að Grikkir og Ástralar hafi undirritað nokkurs konar samstarfssamning varðandi leikana 2004.