Guðjón S. Brjánsson tekur við undirskriftalistunum frá Guðlaugu Auðunsdóttur og Gróu Haraldsdóttur.
Guðjón S. Brjánsson tekur við undirskriftalistunum frá Guðlaugu Auðunsdóttur og Gróu Haraldsdóttur.
Ísafirði- "Okkar ágæti læknir (og stuðbolti) Lýður Árnason! Við trúum því ekki að þú sért að fara frá okkur vegna þess að ekki sé unnt að semja við þig um kaup og kjör.
Ísafirði- "Okkar ágæti læknir (og stuðbolti) Lýður Árnason! Við trúum því ekki að þú sért að fara frá okkur vegna þess að ekki sé unnt að semja við þig um kaup og kjör. Við þurfum á þér að halda áfram og þess vegna viljum við skora á þig og yfirmenn heilbrigðisþjónustunnar á Flateyri að tryggja veru þína hér."

Þannig hljóðar áskorun sem 195 manns á Flateyri og annars staðar í Önundarfirði hafa undirritað. Þær Gróa Haraldsdóttir og Guðlaug Auðunsdóttir á Flateyri afhentu undirskriftalistana þeim Lýð lækni og Guðjóni Brjánssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar íÍsafjarðarbæ, á mánudag. Guðjón mun væntanlega koma listunum áfram til kjaranefndar í Reykjavík sem annast málið.

Lýður Árnason hefur verið læknir á Flateyri í nokkur ár. Nú eru blikur á lofti vegna þess að áformað mun að bjóða honum lægri laun og verri kjör þegar núgildandi starfssamningur rennur út. Fullvíst er talið að Lýður hyggi til brottferðar ef hann heldur ekki svipuðum kjörum og verið hefur. Fólk í Önundarfirði vill hafa Lýð áfram, bæði sem lækni og samborgara.Auk þess að vera vinsæll læknir hefur Lýður verið mjög virkur í félagslífi og skemmtanalífi á Flateyri á undanförnum árum, eins og "hausinn" á undirskriftalistunum minnir á. Þær Gróa og Guðlaug segja að fólki þurfi ekki að hitta lækninn eins oft á stofu og ella vegna þess að það hitti hann á mannamótum, þar sem hann er óþreytandi að létta lund.