ÁSTRÖLSKU hoppfúsu dýrin kengúrur fengu nafnið sitt fyrir misskilning fyrir h.u.b. 300 árum. Þannig var, að nokkrir hollenskir sjóliðar fóru í land á eyju úti fyrir vesturströnd Ástralíu.
ÁSTRÖLSKU hoppfúsu dýrin kengúrur fengu nafnið sitt fyrir misskilning fyrir h.u.b. 300 árum. Þannig var, að nokkrir hollenskir sjóliðar fóru í land á eyju úti fyrir vesturströnd Ástralíu. Þar mættu þeir innfæddum og þegar þeir spurðu þá hvað þetta furðulega hoppdýr héti, svöruðu þeir: "Kanguru" og héldu hinir hollensku matrósar, að þar væri komið nafnið á dýrinu. En svo var ekki, kangaru þýddi á máli innfæddra: "Ég skil ekki hvað þú segir".