HUSSMANN & Hahn, eitt stærsta fiskvinnslufyrirtæki Þýzkalands, er nú að verða í meirihlutaeigu Íslendinga undir forystu Finnboga Baldvinssonar, framkvæmdastjóra DFFU, dótturfyrirtækis Samherja í Cuxhaven.
HUSSMANN & Hahn, eitt stærsta fiskvinnslufyrirtæki Þýzkalands, er nú að verða í meirihlutaeigu Íslendinga undir forystu Finnboga Baldvinssonar, framkvæmdastjóra DFFU, dótturfyrirtækis Samherja í Cuxhaven. Fyrirtækið á sér nær aldar langa sögu sem eitt mikilvægasta fiskvinnslufyrirtæki landsins, en heldur hefur hallað undan fæti síðustu misserin. Framleiðsla fyrirtækisins er mjög fjölbreytt en helztu vöruflokkarnir eru frystur fiskur, sjávarréttasalöt og tilbúnir réttir, ferskur fiskur og reyktur fiskur. Fyrirtækið kaupir mikið af fiski á fiskmarkaðnum í Bremerhaven, meðal annars íslenzkan fisk og selur síðan furðir sínar um allt land í eigin búðum og öðrum smáum og stórum. Það er selur afurðir sínar ýmist undir eigin nafni eða merkjum seljenda og hefur afar sterka stöðum á mörkuðunum fyrir fiskafurðir.6