ALLTOF oft er fólk dæmt eftir útlitinu einu saman. Það er ekki góð aðferð til þess að fjalla um fólk. Hver hinn innri maður er skiptir meginmáli. Þar með er ekki sagt að útlit skipti ekki máli, þvert á móti.

ALLTOF oft er fólk dæmt eftir útlitinu einu saman. Það er ekki góð aðferð til þess að fjalla um fólk. Hver hinn innri maður er skiptir meginmáli. Þar með er ekki sagt að útlit skipti ekki máli, þvert á móti. Þeim sem þykir vænt um sjálfan sig (eins og náungann) er ekki sama hvernig hann lítur út. Druslugangur í klæðaburði og umgengni ber vott um hirðuleysi gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Þessi ræða er tilkomin vegna myndarinnar af honum Tása í "Loony Tunes"-teiknimyndaseríunni. Af myndinni að dæma gæti maður hallast að því, að Tási væri hinn versti fýr - en svo er víst alls ekki - hann ku vera hinn vænsti "piltur".

Höfundur myndar: Sigurbjörg María, 10 ára, Sjávarflöt 7, 340 Stykkishólmur.