ÉG HEF um nokkurt skeið verið að kynna kenningar dr. Helga Pjeturss um framlíf og drauma, einnig samband lífs í alheimi, sem er samband milli lífhnatta í gjörvallri veröldinni.

ÉG HEF um nokkurt skeið verið að kynna kenningar dr. Helga Pjeturss um framlíf og drauma, einnig samband lífs í alheimi, sem er samband milli lífhnatta í gjörvallri veröldinni.

Í fréttum á Skjá 1 um miðjan september var viðtal við útlending, hingað kominn til að kenna landanum orkuheilun. Hann hafði læknað sig sjálfan af krabbameini með þeirri aðferð, án lyfja. Hann gat þess að tekið hefði verið sýni úr munnholinu og sýndi fruman (sennilega undir smásjá) sömu viðbrögð og líkaminn sem hún var tekin frá. Hann leit þannig á, að ef hann getur haft áhrif á frumu í 5 metra fjarlægð með hugsanaflutningi, getur hann þá ekki haft jákvæð áhrif á líkama sinn til lækninga? Þar sem fruman er hluti af líkamanum og er enn lifandi þegar athugunin er gerð er mjög eðlilegt að hún fylgi áhrifum þeim sem líkaminn sýnir, enda hluti af aflsvæði hans og kemur beinn hugsanaflutningur þessu máli ekki við að hluta til. Áhrifin berast með lífaflinu. En það er sterkara að beina hug að. Það er einmitt það sem gerist þegar draumar eiga sér stað. Þeir berast frá hug til hugar um óravegalengdir, samstundis að því er við teljum. Samkvæmt rannsóknum á tvíburaljósdeilum í skammtafræðinni, þá virðist sem áhrifin berist samstundis frá geranda, því breyting á öðrum endanum veldur fráviki á hinum, samstundis óháð tíma og fjarlægð.

Dr. Helgi fann lögmál sem hann gaf nafnið stillilögmál og hefur áhrif á hvaða hugboð og hugsendingar berast til okkar utanað.

Okkar eigin hugsanagangur hefur áhrif á hvað til okkar berst, einnig hefur umhverfið áhrif á sendinguna og hnötturinn. Þetta berst á þann veg að hugsanir heildarinnar sía það sem við fáum eins og stöðvastillir á útvarpi, ákveðin stilling framkallar það sem við viljum hlusta á. Þannig að slæmar hugsanir heildarinnar loka fyrir góðar hugsanir að hluta og áhrif illra hugsana til jarðarinnar valda allskonar óáran.

Ef hugsanirnar væru göfugri yrðu áhrifin til sífellt fegurra lífs í stöðugri sókn. Hugsanir heildarinnar skapa það sem dr. Helgi kallar stillilögmál og skapast af öllu lífi og um allt líf. Allt æðra líf er samsafn lífvera (frumna) sem hafa komið sér saman um að skapa lífveru. Heildarsumma hennar kallast aflsvæði (orkumynstur í skammtafræðinni), afl heildarinnar, þ.e. sameiginleg orka frumna og sameinda í viðkomandi lífveru. Lífverurnar hafa eðlislægt samband sín á milli, líkt og útlendi maðurinn var að segja frá. Ekki bara hér á jörð, heldur við alla veröld og er maðurinn þar engin undantekning.

Þannig verða til draumar og hugsanaflutningur, miðilstal (sambandstal) og vitranir, skynjanir og sýnir. Allt er þetta vegna eðlissambands lífvera, sem skapa í heild sinni það sem við köllum samband lífs í alheimi, eða allt það líf sem kviknar um allan hinn óendanlega geim.

Við erum agnarsmá í samanburði við fjölda lífvera á okkar litlu jörð, hvað þá með allan þann skara sem býr á öðrum jörðum alheimsins.

ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ.

Frá Atla Hraunfjörð: