KÁRI Steinn Reynisson, hetja Skagamanna í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV á sunnudaginn, hefði betur haldið sig í treyjunni þegar hann fagnaði markinu.

KÁRI Steinn Reynisson, hetja Skagamanna í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV á sunnudaginn, hefði betur haldið sig í treyjunni þegar hann fagnaði markinu. Kári Steinn reif sig úr Skagapeysunni og veifaði henni vel og lengi, og að lokum missti Eyjólfur Ólafsson dómari þolinmæðina og sýndi honum gula spjaldið. Þetta var fjórða gula spjald Kára á tímabilinu og hann byrjar því í eins leiks banni næsta vor.

Auk Kára voru tveir ÍR-ingar úrskurðaðir í bann í gær, Arnór Gunnarsson og Björgvin Vilhjálmsson, og þeir hefja því einnig næsta tímabil í eins leiks banni.