ÍSLEIFUR VE var annar báturinn til að byrja á síld á vertíðinni en hann byrjaði á síldinni á sunnudag og fékk þá rúm 190 tonn í fyrsta kasti. Aflanum var landað hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað á mánudag en um sex tíma sigling er þangað frá...
ÍSLEIFUR VE var annar báturinn til að byrja á síld á vertíðinni en hann byrjaði á síldinni á sunnudag og fékk þá rúm 190 tonn í fyrsta kasti. Aflanum var landað hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað á mánudag en um sex tíma sigling er þangað frá miðunum. Að sögn Gunnars Jónssonar, skipstjóra á Ísleifi, var síldin falleg. Vegna glærátu var hins vegar ekki hægt að heilfrysta hana en það sem ekki er hægt að flaka fer í bræðslu.4