LANGMESTUM afla var á síðasta fiskveiðiári landað á Austfjörðum eða tæplega 580.000 tonnum. Það er um þriðjungar heildaraflans það fiskveiðiár. Næstmestu var landað á Suðurnesjum, ríflega 240.000 tonnum.
LANGMESTUM afla var á síðasta fiskveiðiári landað á Austfjörðum eða tæplega 580.000 tonnum. Það er um þriðjungar heildaraflans það fiskveiðiár. Næstmestu var landað á Suðurnesjum, ríflega 240.000 tonnum. Uppistaðan í lönduðum afla á Austfjörðum er loðna og kolmunni, samtals um 480.000 tonn. Þá var um 50.000 tonnum af síld landað á Austfjörðum, en það er ríflega helmingur síldaraflans. Langminnstum afla var landað á Vestfjörðum, 81.000 tonni, enda kemur lítið af uppsjávarfiski til löndunar þar, aðeins tæp 20.000 tonn af loðnu. Mestur þorskur barst á land á Suðurnesjum, ríflega 44.000 tonn. 42.000 tonn af þorski komu á land á Norðurlandi eystra og 41.300 tonnum af þorski var landað á Vesturlandi. Mest af karfa barst á land á höfuðborgarsvæðinu en þar er mikið um úthafskarfa að ræða. Þar var landað langleiðina í 50.000 tonn.