"ÞETTA er stærsta netverslun landsins og líklega í heiminum í fiski," segir Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH-þjónustu, dótturfyrirtækis SH, sem hefur boðið upp á rafræn viðskipti framleiðenda og markaðsfyrirtækja SH frá áramótum.

"ÞETTA er stærsta netverslun landsins og líklega í heiminum í fiski," segir Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH-þjónustu, dótturfyrirtækis SH, sem hefur boðið upp á rafræn viðskipti framleiðenda og markaðsfyrirtækja SH frá áramótum.

Að sögn Kristjáns vinnur lestunarfólk á annað hundrað pantanir vikulega og tæplega hundrað gámar eru hlaðnir auk reglubundinna stórflutninga. Kerfið er nefnt "e-services" og segir Kristján að um einstakt vinnutæki sé að ræða. Öryggi, hraði og hagkvæmni séu lykilorð í viðskiptum og kostir rafrænnar miðlunar gagna séu ótvíræðir fyrir alla. "Og Netið lækkar kostnað, en það hlýtur að vera krafa til allra."