RÆKJUTOGARINN Nökkvi frá Blönduósi kom til heimahafnar um helgina með um 80 tonn af verðmætri rækju.
RÆKJUTOGARINN Nökkvi frá Blönduósi kom til heimahafnar um helgina með um 80 tonn af verðmætri rækju. Þetta er í frásögur færandi vegna þess að um það bil 2 ár eru síðan Nökkvinn kom síðast inn með jafnmikinn afla og jafnverðmætan farm, að sögn Guðmundar Ingþórssonar útgerðarstjóra. "Þetta er vonandi til marks um það að úthafsrækjustofninn sé að ná sér eftir mikla lægð undangengin ár og framundan sé betri tíð," sagði Kári Snorrason, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Særúnar ehf. á Blönduósi. Ævar Rögvaldsson, sem er allt í öllu hjá Særúnu og Vignir Már Vignisson umvefja hér rækjuna með plasti en hún fer á markað í Japan. Guðmndur Ingþórsson útgerðarstjóri er á leið í land með aflatölur.