NORSKT fyrirtæki hefur komið fram með lausn á eldsneytisskortinum sem hrjáð hefur marga að undanförnu. Fyrirtækið Hordafor í Austevoll framleiðir 12.

NORSKT fyrirtæki hefur komið fram með lausn á eldsneytisskortinum sem hrjáð hefur marga að undanförnu. Fyrirtækið Hordafor í Austevoll framleiðir 12.000 tonn af lýsi úr laxúrgangi árlega, sem kemur frá hinum mörgu eldisstöðvum í Norður-Noregi, en nú hafa forsvarsmenn fyrirtækisins tekið upp á þeirri nýbreytni að nota lýsið til að knýja bifreiðar fyrirtækisins áfram. Forstjóri Hordafor, Odd Karsten Østervold, segir að þeir séu farnir að nota lýsið á allar bifreiðar fyrirtækisins og það þrælvirki. Lýsinu er blandið í helmingshlutföllum við hefðbundna díselolíu en Østervold segist vonast til að þau hlutföll eigi eftir að batna í framtíðinni þó svo að líklega verði bíll seint drifinn áfram á lýsinu einu saman. Laxalýsið hefur ýmislegt sér til framdráttar eins og að á því hvíla engir tollar, það mengar mun minna en hefðbundin olía auk þess sem það er endurnýtanleg auðlind.