HÁKARLAR drápu tvo menn við suðurströnd Ástralíu í fyrradag og á sunnudag, 17 ára gamlan, ástralskan ungling og Nýsjálending, sem var í brúðkaupsferð.

HÁKARLAR drápu tvo menn við suðurströnd Ástralíu í fyrradag og á sunnudag, 17 ára gamlan, ástralskan ungling og Nýsjálending, sem var í brúðkaupsferð. Til jafnaðar verður einn maður hákörlum að bráð við Ástralíu árlega og það hefur ekki gerst í meira en 20 ár, að aðeins hafi liðið dagur á milli atburða af þessu tagi.

Nýsjálendingurinn Cameron Bayes var á brimbretti 50 m undan ströndinni þegar hákarlinn, fjögurra til fimm metra langur að sögn vitna, kastaði honum af því. Tókst honum að komast upp á það aftur en hákarlinn gerði aðra atlögu og dró manninn og brettið í kaf. Kom hann síðan aftur upp með brettið eitt í kjaftinum og hristi það burt.

Bayes var í brúðkaupsferð og er kona hans á sjúkrahúsi en hún varð fyrir alvarlegu áfalli.

Ástralski unglingurinn var einnig í um 50 metra fjarlægð frá ströndinni er hákarl réðst á hann. Líka beggja mannanna var leitað í gær.