Knattspyrnufjölskylda. Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson ásamt Unni Ýr, 6 ára, og Tryggva, 4 ára, heima í Borås.
Knattspyrnufjölskylda. Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson ásamt Unni Ýr, 6 ára, og Tryggva, 4 ára, heima í Borås.
HARALDUR Ingólfsson og eiginkona hans, Jónína Víglundsdóttir, eru eitt þekktasta knattspyrnupar Íslands síðustu ár.

HARALDUR Ingólfsson og eiginkona hans, Jónína Víglundsdóttir, eru eitt þekktasta knattspyrnupar Íslands síðustu ár. Í lok keppnistímabilsins 1995 vildi svo skemmtilega til að bæði hlutu verðlaun fyrir háttvísi á leikvelli á uppskeruhátíð KSÍ og voru valin prúðasti knattspyrnukarl og -kona á landinu það árið.

Jónína lék 134 leiki með sigursælu liði ÍA í efstu deild íslensku kvennaknattspyrnunnar og skoraði 40 mörk. Auk þess lék hún 22 landsleiki. Í lok keppnistímabilsins.

Eftir að hún fluttist til Svíþjóðar með Haraldi og börnum þeirra, Unni Ýr og Tryggva, spilaði Jónína tvö keppnistímabil í sænsku 3. deildinni sem er svæðisskipt og lítið um löng ferðalög.

Jónína segir mikinn mun á aðstæðum knattspyrnukvenna á Íslandi og í Svíþjóð. "Á Íslandi gefast margar stelpur upp á unglingsárum þegar álagið er mest, 6 æfingar í viku fyrir utan skólann. Hér er álagið minna og allar aðstæður mun betri," segir Jónína.

Í liðinu sem ég spilaði með vorum við á svipuðum aldri og æfðum bara eins vel og við gátum. Það er mjög vel staðið að öllu í kringum kvennaknattspyrnuna hér, liðin hafa liðstjóra og einhvern til að sjá um búningana og slíkt. Aðstaðan er líka miklu jafnari hérna milli karla og kvenna og ég held að það sé að hluta til út af því að félögin fá frá bænum pening sem miðast við fjölda iðkenda þannig að ef jafnmargar konur og karlar spila fótbolta eiga peningarnir að skiptast jafnt." Jónína lagði skóna á hilluna fyrir þetta keppnistímabil.

"Mér fannst kominn tími til aðhætta," sagði hún. "Ég hafði rosalega gaman af þessu en það var mikið að gera í skólanum þar sem ég er á síðasta ári í hjúkrunarfræði," segir hún.