SKIPULAGSSTJÓRI hefur enn ekki fengið svör frá bæjaryfirvöldum á Siglufirði við spurningum sem hann sendi í bréfi í byrjun mánaðarins vegna jarðrasks við undirbúning jarðgangaframkvæmda í Héðinsfirði.

SKIPULAGSSTJÓRI hefur enn ekki fengið svör frá bæjaryfirvöldum á Siglufirði við spurningum sem hann sendi í bréfi í byrjun mánaðarins vegna jarðrasks við undirbúning jarðgangaframkvæmda í Héðinsfirði. Í samtali við Morgunblaðið vonaðist skipulagsstjóri, Stefán Thors, til þess að heyra í Siglfirðingum fljótlega.

Í bréfinu óskaði Stefán eftir upplýsingum um málatilbúnað bæjaryfirvalda vegna framkvæmdanna og á hvaða grundvelli þau veittu leyfi til framkvæmda. Þegar svar Siglfirðinga berst mun skipulagsstjóri meta hvort þessar framkvæmdir hafi verið matsskyldar samkvæmt nýjum lögum um umhverfismat.