Einar Ólafsson sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt.
Einar Ólafsson sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HVER hefur ekki raulað fyrir munni sér: "Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg..." Þetta sígilda íslenska dægurlag hefur blundað í hausnum á landanum áratugum saman og skotið upp kollinum á ólíklegustu augnablikum.
HVER hefur ekki raulað fyrir munni sér: "Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg..." Þetta sígilda íslenska dægurlag hefur blundað í hausnum á landanum áratugum saman og skotið upp kollinum á ólíklegustu augnablikum. Flytjandi lagsins og höfundur Einar Ólafsson var þá aðeins unglingsdrengur og þótti standa sig með mikilli prýði. Þrátt fyrir góðar viðtökur hvarf Einar síðan sporlaust og hefur lítið sem ekkert spurst til hans síðan - fyrr en núna. Á laugardaginn var gerðust nefnilega þau undur og stórmerki á Grand Rokk að Einar samþykkti loksins að taka sér hljóðnema í hönd og syngja nokkur vel valin lög eftir snillinga á borð við Cat Stevens og John Denver með sveitinni Trípólí. Spurning er hvort endurkoma þessi gefi til kynna að Einar sé á ný að fara að láta til sín taka í tónlistinni?