The A-files The A-files er námsefni á ensku, sem er í raun tölvuleikur með því markmiði að nemandi fái mikla þjálfun í tungumálinu. Diskurinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu.
The A-files

The A-files er námsefni á ensku, sem er í raun tölvuleikur með því markmiði að nemandi fái mikla þjálfun í tungumálinu. Diskurinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu.

Notendur geta farið yfir enska málfræði og kannað skilning sinn í röð lítilla æfinga, áður en þeir leysa stærri æfingar.

Frá A til Ö

Þetta er forrit til lestrar og skriftarkennslu, en það var samið upphaflega handa fullorðnu fólki með lesblindu. Forritið hentar hins vegar ekki síður til notkunar við lestrar- og skriftarkennslu.

Ísland og umheimurinn

Hér er um að ræða tvö forrit um Ísland og 138 lönd. Fjallað er um sextíu þéttbýlisstaði á Íslandi og margvíslegar upplýsingar um 138 lönd í heiminum.

Kefrenspýramídi

Stærðfræðileikur sem þjálfar m.a. reikniaðgerðirnar fjórar, slembireikning, talnaskilning, myndrit, þrautalausnir, prósentureikning og fleira.

Lestur og stafsetning

Markmið forritisins er að þjálfa nemendur í að lesa og stafsetja léttan, merkingarbæran texta.

Margmiðlunarsmiðjan

Með forritinu er hægt að búa til eigið margmiðlunarefni og nota margmiðlun sem tjáningarform og stuðning í námi.

Reiknum meira

Forritið þjálfar samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu.

Leikskólinn

Með hjálp Leikskólans getur barn leikið við tölvuna og lært á marga mismunandi vegu. Sameiginlegt öllum þáttum forritsins er að að þeir vísa til ákveðinna greindarsviða sem fólk býr yfir.

Leikver

Forritið er þjálfun í móðurmáli og léttri stærðfræði. Með því er hægt að þjálfa hugtök, form, fjölda, samlagningu og fleira.

Ritbjörg

Kennsluforrit sem aðstoðar nemendur við að skipuleggja ritsmíðar. Það geymir líkön að að ýmsum hagnýtum ritsmíðum, eins og sendibréfum, blaðagreinum og ýmiss konar ritgerðum.

Tölvulottó

Þetta er leikur þar sem þátttakendur fletta spilum og reyna að finna hliðstæðu við orð, mynd á spjaldi sem þeir hafa áður valið.

Villi í villuleit

Í þessu forriti geta nemendur fengist við tvenns konar réttritunaræfingar sem ýmist þeir sjálfir eða kennarar semja. Þetta eru æfingar þar sem skrifað er upp eftir réttum texta og eyðufyllingaræfingum.