Hollenskur tölvuleikur, sem heitir "Hooligans", hefur orðið til þess að breska knattpyrnusambandið og fleiri hafa brugðist ókvæða við og vilja að leikurinn verði bannaður í Bretlandi.

Hollenskur tölvuleikur, sem heitir "Hooligans", hefur orðið til þess að breska knattpyrnusambandið og fleiri hafa brugðist ókvæða við og vilja að leikurinn verði bannaður í Bretlandi. Leikurinn gerist á börum og fótboltaleikjum en sögupersónur eru fótboltabullur sem berjast m.a. með hnífum og brotnum flöskum.

Breska knattspyrnusambandið segir að framleiðendur leiksins séu að hvetja til ofbeldis með útgáfu leiksins í þeim eina tilgangi að fá athygli. Athyglin gæti þó reynst The Thirteenth Production, framleiðanda leiksins, dýrkeypt því líklegt þykir að breska kvikmyndaeftirlitið banni leikinn í Bretlandi.