Ný útgáfa af Red Hat-stýrikerfinu, www.redhat.com , er komin á markað, en þar er að finna nokkrar breytingar frá fyrri útgáfu. Meðal breytinga í nýju útgáfunni, sem kallast 7.
Ný útgáfa af Red Hat-stýrikerfinu, www.redhat.com , er komin á markað, en þar er að finna nokkrar breytingar frá fyrri útgáfu. Meðal breytinga í nýju útgáfunni, sem kallast 7.0, er stórbættur USB-stuðningur, en skortur á honum hefur verið sagður með helstu löstum Linux. Einnig er þar að finna Xfree86-útgáfu, sem, að sögn Arnar Hrafns Gylfasonar hjá Firmaneti, veitir stórbættan 3d-stuðning og flottara gluggaumhverfi. "Þá verður gluggaumhverfið sjálft allt miklu stillanlegra en áður hefur þekkst hjá Red Hat. Kjarni 2.2.17 er með kerfinu, en svo er búið um hnútana að auðvelt verður að uppfæra í kjarna 2.4 þegar hann kemur út. Annað sem verður bætt í útgáfu 7.0 er öryggisatriði fyrir notendur. Sjálfgefna uppsetningin verður mun öruggari en hingað til, til að vernda heimanotendur sem eru sítengdir Netinu." Red Hat er hluti af Linux-stýrikerfinu.