Lyklaborðin: geta orðið æði skítug eins og myndin ber með sér.
Lyklaborðin: geta orðið æði skítug eins og myndin ber með sér.
Súkkulaði, pasta, hár, grænmeti og hefti er meðal þess sem er að finna í lyklaborðum tölva. Nærri tvö grömm af óhreinindum safnast fyrir á lyklaborðum á mánuði, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem America Online [AOL] í Bretlandi hefur greint frá.

Súkkulaði, pasta, hár, grænmeti og hefti er meðal þess sem er að finna í lyklaborðum tölva. Nærri tvö grömm af óhreinindum safnast fyrir á lyklaborðum á mánuði, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem America Online [AOL] í Bretlandi hefur greint frá. Segir að gert sé ráð fyrir um 600 milljónum tölva heiminum og miðað við þá staðreynd sé hægt að fylla 500 vörubíla af rusli, matarleifum, ryki og öðru drasli. Við rannsóknir sínar safnaði AOL saman mylsnum og drasli af lyklaborðum á skrifstofu í Lundúnum og sendi til sérfræðinga á rannsóknarstofnun í Reading sem komust að hinu sanna um óhrein lyklaborð. Kemur í ljós við nánari skoðun að 56% af óhreinindum var samblanda af korni, kexi, súkkulaði og pasta. Þá var 15% af óhreinindum hreint morgunkorn, 7% hreinar núðlur og 4% leifar af grænmeti. Þá fannst 1% af blýantsyddi, hefti, neglur og límband svo dæmi séu tekin. Einnig fundust í lyklaborðunum skordýr, álpappír, hár og jafnvel laufblað. Ástæðan fyrir því að AOL ákvað að safna upplýsingum um óhreinindi í lyklaborðum má rekja til þess að AOL í Bretlandi ákvað að leyfa notendum þess að panta Dominos-flatböku í gegnum Netið. Því lék starfsfólki AOL forvitni á að vita hvað safnaðist fyrir í lyklaborðunum.

Þrátt fyrir að sífellt safnist af óhreindinum og drasli í lyklaborðum segir Peter Palmisano hjá tölvuhreinsunarfyrirtæki í Colorado Springs, að notendur þurfi ekki að örvænta. Þeir geti haldið sínu striki því það taki ár að safna fyrir það miklu magni af óhreinindum í lyklaborðum að þau verði óstarfhæf.