Casio-framleiðandinn hefur búið til vasaúr sem býr yfir stafrænni myndavél og er væntanlegt hingað til lands. Hún er 28.000 díla [pixel] og hefur 1 MB innbyggt geymsluminni, eða fyrir 100 myndir.

Casio-framleiðandinn hefur búið til vasaúr sem býr yfir stafrænni myndavél og er væntanlegt hingað til lands. Hún er 28.000 díla [pixel] og hefur 1 MB innbyggt geymsluminni, eða fyrir 100 myndir. Myndir eru geymdar á svokölluðu Casio Original-formi sem hægt er að breyta í BMP eða JPEG við vistun í tölvu en úrið er með Innrautt tengi fyrir tölvur. Flutningshraði er 115.200 B/S. Úrið er 40x52x16 mm að stærð og vegur 32 grömm. Geymslustöðin er byggð á svokallaðri CMOSttækni [complementary metal-oxide semiconductor] en slík tækni gerir myndskynjurum kleift að nota minni orku og laga sig meira að virkni myndavélarinnar á einum tölvukubbi. Linsan er með fast ljósop, F2.8 fixed; 1,1 mm og stillingarfjarlægð [focus] er 30 sm og upp úr. Lokunarhraði vélarinnar er 1/11 til 1/1660 úr sekúndu. Skjárinn er einlitur 16 gráskala, 20x20 mm. Tökustillingar eru svokallaðar Normal-Art-Merge og atriðaminnið er allt að 24 stafir við hverja mynd. Önnur virkni er að úrið hefur skeiðklukku, fimm vekjara, niðurteljara og klukku. Úrið er með svokallaða CR2032-rafhlöðu og endingartími eru sex mánuðir. Úrið er væntanlegt hingað til lands þann 30. september í verslunina Kalíber í Kringlunni.

Ásgeir Einarsson hjá Kalíber sagði að úrið kæmi að öllum líkindum til með að kosta 16.990 krónur.