Það veldur sjálfsagt mörgum heilabrotum hvernig þeir tengja nýju tölvuna sem keypt hefur verið fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Hér verður sýnt hvernig hægt er að koma fyrir helstu tenglum í Dell OptiPlex GX1, en sú vél er alls ekki frábrugðin í útliti öðrum nýjum vélum á markaðnum.

1Tengill fyrir rafmagn. Til hliðar er rauður takki, sem er með innsigli. Með honum er hægt að breyta strauminum, úr 110 voltum í 220 volt. Ekki á að þurfa að breyta í 220 volt því það er gert hjá söluaðila áður en vélin er keypt.

2 Tengill [101010] fyrir mótald, myndavélarog zip-drif. Þessir tenglar eru tveir á þessari vél.

3 Tengill fyrir prentara eða jaðartæki.

4 Hér er hægt að tengja lyklaborðið og músina.

5 USB-tengi, sem er hraðara tengi fyrir jaðartæki eins og myndavélar, skanna, prentara og fleira.

6 Hér er skjákort með VGA-tengi.

7Tengi fyrir innranet, sem er notað í fyrirtækjum.

8 Grænt tengi fyrir hátalara og rautt tengi fyrir hljóðnema.