Alþjóða ólympíunefndin [IOC] hefur skipað sérstaka netsveit, sem er ætlað að fylgjast með Netinu á meðan leikarnir í Sydney í Ástralíu fara fram.

Alþjóða ólympíunefndin [IOC] hefur skipað sérstaka netsveit, sem er ætlað að fylgjast með Netinu á meðan leikarnir í Sydney í Ástralíu fara fram. Hlutverk þessarar sveitar er að tryggja að bann Alþjóða ólympíunefndarinnar, um að hægt verði að fylgjast með leiknunum á Netinu, nái fram að ganga. Telur nefndin að tryggja verði að sjónvarpsréttindin séu virt. Sjónvarpsréttindin fyrir leikana í Sydney voru seld til NBC-stöðvarinnar strax árið 1995. Þá voru um 15 milljónir netnotenda í heiminum. Nú eru netnotendur í Bandaríkjunum sagðir um 70 milljónir. IOC hyggst í haust endurskoða stafræn réttindi fyrir Ólympíuleikana í framtíðinni. www.olympics.com