Komið hefur í ljós að um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna hefur enga löngun til þess að fara á Netið, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Pew Internet og American Life Project.
Komið hefur í ljós að um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna hefur enga löngun til þess að fara á Netið, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Pew Internet og American Life Project. Um 50% aðspurðra sögðust ekki fara á Netið, þar af sögðu 32% í þessum hópi að það mundi aldrei nokkurn tíma tengjast því. Önnur 25% sögðust líklega ekki fara á Netið. Helstu ástæður þess að fólk sagðist ekki vilja nýta sér Vefinn var hræðsla við tækni og lítill áhugi á tæknimálum og tölvum. Þá kom fram sú skoðun hjá 54% þeirra sem ekki fóru á Netið að það væri beinlínis hættulegt. 2.503 tóku þátt í könnuninni.