Gurunet, www.gurunet.com , er ókeypis forrit á Netinu sem gefur notanda færi á að greina og brjóta til mergjar efnisorð sem hann hefur á skjánum hjá sér. Hægt er að hlaða forriti niður af heimsíðu Gurunet.

Gurunet, www.gurunet.com , er ókeypis forrit á Netinu sem gefur notanda færi á að greina og brjóta til mergjar efnisorð sem hann hefur á skjánum hjá sér. Hægt er að hlaða forriti niður af heimsíðu Gurunet. Þegar það er sett upp er hægt að færa músarbendilinn á tiltekið orð og smella á Alt-takka á lyklaborðinu. Um leið opnast lítill skjár sem hefur að geyma upplýsingar um það efni sem beðið var um.

Segir á heimasíðu Gurunet að forritið safni saman öllum þeim upplýsingum sem það fær um tiltekið málefni, nafn eða annað sem leitað er en með því er einnig hægt að skoða fréttir, kort, veðurspá, upplýsingar um fólk í heimildaskrá, leita á Netinu, leita að bókum eða myndum eða benda á heimasíður sem tengjast tilteknu efni svo dæmi séu tekin. Þá er einnig hægt að þýða orð níu evrópskra tungumála eða finna samheiti úr þeim. Segir að hægt verði að þýða japönsku og kínversku bráðlega. Hægt er að hlaða Gurunet í Winodws-kerfi fyrir PC-vélar, í Macintosh-vélar eða Palm-lófatölvur [Palm-VII].