FYRSTI félagsfundur Ættfræðifélagsins í vetur verður haldinn fimmtudaginn 28. september. Fundarstaður er salur á 3. hæð í gömlu Mjólkurstöðinni við Laugaveg, húsi Þjóðskjalasafnsins. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri.

FYRSTI félagsfundur Ættfræðifélagsins í vetur verður haldinn fimmtudaginn 28. september. Fundarstaður er salur á 3. hæð í gömlu Mjólkurstöðinni við Laugaveg, húsi Þjóðskjalasafnsins. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri. Þar er lyfta upp. Fundurinn hefst klukkan 20.30 en húsið verður opnað klukkan 19.30.

Erindi flytur Hólmfríður Gísladóttir, hún talar um formóður sína, Guðríði Hannesdóttur og mennina í lífi hennar, segir í fréttatilkynningu.

Boðið verður upp á kaffi og með því og eru allir velkomnir.