ALDREI í sögu Ólympíuleikanna hafa fleiri verið viðstaddir einn viðburð þeirra og á mánudaginn þegar Vala Flosadóttir var í eldlínunni og vann bronsverðlaun í stangarstökki kvenna. Alls voru 112.

ALDREI í sögu Ólympíuleikanna hafa fleiri verið viðstaddir einn viðburð þeirra og á mánudaginn þegar Vala Flosadóttir var í eldlínunni og vann bronsverðlaun í stangarstökki kvenna. Alls voru 112.524 áhorfendur á ólympíuleikvanginum í Sydney sem er ólympíumet. Einnig hafa aldrei fleiri verið samankomnir á leikvanginum glæsilega en þetta kvöld. Áður hafði flesta drifið að á leik í ruðningsbolta á leikvanginum 15. júlí sl., 109.874. Í heildina höfðu 788.766 áhorfendur séð keppni í frjálsum íþróttum á leikunum þegar keppni lauk á mánudaginn en í gær var frídagur í frjálsíþróttakeppninni sem lýkur á sunnudag.

Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda á mánudaginn var spennan sem byggð hafði verið upp fyrir úrslitahlaupið í 400 m hlaupi kvenna þar sem heimamaðurinn Cathy Freeman var í aðalhlutverki og brást ekki löndum sínum. Þá er talið að ekki færri en 10 milljónir hafi fylgst með sjónvarpsútsendingu frá hlaupinu sem er um helmingur landsmanna. Það mun vera áhorfsmet.