JÖRUNDUR Áki Sveinsson framlengdi í gær samning sinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Breiðabliki til tveggja ára.

JÖRUNDUR Áki Sveinsson framlengdi í gær samning sinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Breiðabliki til tveggja ára. Breiðablik vann sem kunnugt er bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn í sumar og var félagið ákaft í að halda í Jörund Áka. "Félagið er mjög ánægt, við erum himinlifandi," sagði Halldór Þ. Þorsteinsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks.

"Ég er ánægður með að þetta er komið í höfn. Stelpurnar eru einstakar og stjórnin góð. Metnaðurinn er ótrúlegur hjá félaginu og þannig vil ég hafa það," sagði Jörundur Áki.