PP FORLAG hefur gefið út bókina Kokkur án klæða eftir Jamie Oliver í þýðingu Lóu Aldísardóttur. Í fréttatilkynningu PP forlags segir að Jamie Oliver sé einn hæfileikaríkasti ungkokkur Bretlands.

PP FORLAG hefur gefið út bókina Kokkur án klæða eftir Jamie Oliver í þýðingu Lóu Aldísardóttur. Í fréttatilkynningu PP forlags segir að Jamie Oliver sé einn hæfileikaríkasti ungkokkur Bretlands. "Aðeins átta ára gamall hóf Jamie feril sinn í eldhúsinu og hefur hann síðan unnið með mörgum af frægustu matreiðslumönnum Bretlands. Hann hlaut þjálfun í Westminster College og hefur starfað í Frakklandi og á Ítalíu. Auk þess hefur hann unnið með mörgum af frægustu kokkum Bretlands, m.a. Antonio Carluccio og Ruthie Rogers og Rose Gray á River Café. Þetta er hans fyrsta bók og hann var 23 ára þegar hún kom fyrst út í Bretlandi.

Í bókinni, Kokkur án klæða, beitir Jamie eftirfarandi lögmáli á alla réttina: "Berstrípið uppskriftina og fáið hana svo til að ganga upp." Reglan nær yfir allt frá salötum til steika, eftirréttum til pasta," segir m.a. í fréttatilkynningu. BBC hefur gert sjónvarpsmyndaflokk með Jamie Oliver.

Bókin er 250 blaðsíður að lengd. Leiðb. verð: 3.980 kr. ISBN: 9979-760-00-1