Út er komin á vegum Háskólaútgáfunnar fjórða útgáfa af Orðgnótt eftir Guðmund B. Arnkelsson. Orðgnótt byggist á ensk-íslenskum orðalista, einkennist af tiltölulega ítarlegum orðskýringum og mörgum millivísunum.
  • Út er komin á vegum Háskólaútgáfunnar fjórða útgáfa af Orðgnótt eftir Guðmund B. Arnkelsson.

    Orðgnótt byggist á ensk-íslenskum orðalista, einkennist af tiltölulega ítarlegum orðskýringum og mörgum millivísunum.

    Í fjórðu útgáfu hefur verið fjölgað orðskýringum og myndum og íslensk-enskum orðalista bætt við. Orðgnótt hentar þeim sem lesa enskan texta í sálfræði og aðferðafræði. Hún hefur notið mikilla vinsælda meðal háskólanema. Bókin hentar einnig kennurum sem leita íslenskra heita á erlendum fræðiorðum og öðrum sem lesa eða rita texta á sviði sálarfræði eða aðferðafræði.

    Bókin er 192 bls. kilja með um 3.800 erlend fræðiheiti, 680 orðskýringar og 40 myndir. Leiðbeinandi verð er kr. 1.436.