SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér höfuðbúnað eins brasilísks ættbálks á sögusýningunni Brasilía í 500 ár, sem þessa dagana stendur yfir í borginni Sao Paulo í Brasilíu.

SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér höfuðbúnað eins brasilísks ættbálks á sögusýningunni Brasilía í 500 ár, sem þessa dagana stendur yfir í borginni Sao Paulo í Brasilíu. Menning og listir þjóðflokkanna sem byggja landið eru þar skoðuð yfir það 500 ára tímabil sem liðið er frá því Portúgalar fyrst stigu fæti á brasilíska grund.

Sýningin hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu, en hátt í tvær milljónir gesta hafa þegar sótt hana. Á næstu mánuðum munu því valdir sýningarhlutir verða til sýnis í New York, London, París, Lissabon og Moskvu.