Miklar framkvæmdir standa yfir í Kambanesskriðum.
Miklar framkvæmdir standa yfir í Kambanesskriðum.
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir í Hvalnesskriðum í sunnanverðu Kambanesi við Breiðdalsvík þar sem mörg hundruð þúsund rúmetrar eru færðir úr hlíðum fjallsins við gerð nýs vegar á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir í Hvalnesskriðum í sunnanverðu Kambanesi við Breiðdalsvík þar sem mörg hundruð þúsund rúmetrar eru færðir úr hlíðum fjallsins við gerð nýs vegar á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Af þessu hafa skapast nokkrar umferðartafir.

Guðjón Magnússon, hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, segir að vegarkaflinn sé um 4,6 km langur og hann verði að stærstum hluta á sama stað og áður en sums staðar færist hann neðar í hlíðina. Framkvæmdirnar miða m.a. að því að minnka líkur á grjóthruni á veginn sem hefur verið nokkuð um. Verklok eru áætluð um mitt næsta sumar.