BRESK lögreglu-yfirvöld réðu nýlega töframann til að halda námskeið fyrir nokkra háttsetta lögreglumenn. Tilgangurinn er að bæta samskipti lögreglunnar við almenning. Töframaðurinn sýnir spilagaldra og sjónhverfingar á námskeiðinu sem stendur í tvo daga.
BRESK lögreglu-yfirvöld réðu nýlega töframann til að halda námskeið fyrir nokkra háttsetta lögreglumenn. Tilgangurinn er að bæta samskipti lögreglunnar við almenning. Töframaðurinn sýnir spilagaldra og sjónhverfingar á námskeiðinu sem stendur í tvo daga. "Við höfum öll gaman af töfrabrögðum en er hugmyndin að lögreglan fari að draga kanínur upp úr hjálmunum?" spurði formaður samtaka lögreglumanna. Annar sagði að kannski gæti kennarinn töfrað fram nýja lögregluþjóna til að berjast gegan innbrotum og ránum í höfuðborginni.