Toledo
Toledo
TOLEDO sigraði í forseta-kosningum í Perú um helgina. Hann tekur við völdum í júlí. Hann hefur lofað að draga úr atvinnuleysi og fátækt. Hann ætlar að leita aðstoðar annarra ríkja. Forsetinn á erfitt verk fyrir höndum.
TOLEDO sigraði í forseta-kosningum í Perú um helgina. Hann tekur við völdum í júlí. Hann hefur lofað að draga úr atvinnuleysi og fátækt. Hann ætlar að leita aðstoðar annarra ríkja. Forsetinn á erfitt verk fyrir höndum. Meira en helmingur íbúa er atvinnulaus eða með litla atvinnu. Erlendir fjárfestar hafa haldið að sér höndum vegna efnahags-kreppu og óvissu í stjórnmálum landsins.

Toledo er kominn af fátækum indíánum. Sem barn seldi hann tyggigúmmí og burstaði skó. Hann fékk styrk til háskólanáms í Bandaríkjunum. Þar lærði hann hagfræði og kennslufræði. Hann er fyrsti indíáninn sem kosinn hefur verið forseti í Perú, en indíánar og kynblendingar eru 80% íbúanna.