Bergvin Ólafsson háseti greiðir úr netunum.
Bergvin Ólafsson háseti greiðir úr netunum.
ÞORSKSTOFNINN hefur verið ofmetinn um helming. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsókna-stofnunar sem kynnt var nýlega. Kvóti næsta veiðiárs verður því minni en fyrirhugað var en nýtt veiðiár hefst 1. september.

ÞORSKSTOFNINN hefur verið ofmetinn um helming. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsókna-stofnunar sem kynnt var nýlega. Kvóti næsta veiðiárs verður því minni en fyrirhugað var en nýtt veiðiár hefst 1. september. Jafnframt verður tekjutap þjóðarbúsins töluvert.

Í skýrslunni kemur fram að kvótinn þyrfti að vera enn minni. Hætta sé á að sókn í yngri árganga verði of mikil, loka verði svæðum tímabundið vegna smáfisks í afla og sókn í eldri fisk verði óeðlilega mikil. "Vonbrigðin eru heilmikil með þorskinn," sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-ráðherra. Hann benti á að gengislækkun krónunnar styrkti hins vegar fyrirtæki í sjávarútvegi, en þau fá greitt í dollurum.

Jóhann Sigurjónsson , forstjóri Hafrannsókna-stofnunar, bendir á að ofveiði hafi verið stunduð á miðunum síðustu fimmtíu árin. Allar athuganir séu óvissar því að dýrastofnar séu háðir duttlungum náttúrunnar, eins og loftslags-breytingum.

Eina leiðin til að stýra veiðinni hjóti þó að vera ráðgjöf og fiskveiðistjórnun sem byggist á rannsóknum vísindamanna.

Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um skýrsluna og Hafrannsókna-stofnun. Eftir þessa niðurstöðu sé erfitt að segja á hverju skuli byggja í framtíðinni: "Framtíðar-hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Sjaldan hefur verið óljósara en nú hvernig best verður

staðið að verndun fiskistofna á Íslandsmiðum."