DAGANA 10.-13. júní nk. verður forseti Evrópuráðsþingsins, Russell- Johnston lávarður, í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndal forseta Alþingis. Með forseta Evrópuráðsþingsins í för verða aðstoðarskrifstofustjóri einkaskrifstofu hans.

DAGANA 10.-13. júní nk. verður forseti Evrópuráðsþingsins, Russell- Johnston lávarður, í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndal forseta Alþingis. Með forseta Evrópuráðsþingsins í för verða aðstoðarskrifstofustjóri einkaskrifstofu hans.

Mánudaginn 11. júní mun Russell-Johnston ræða við forseta Alþingis og þingmenn sem sæti eiga í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Hann mun jafnframt hitta að máli forseta Íslands og utanríkisráðherra auk þess sem hann heimsækir Listasafn Íslands.

Um kvöldið situr forseti Evrópuráðsþingsins kvöldverðarboð forseta Alþingis. Þriðjudaginn 12. júní munu gestirnir fara í skoðunarferð um Suðurland og halda af landi brott miðvikudaginn 13. júní.