Kristjana Helgadóttir
Kristjana Helgadóttir
KRISTJANA Helgadóttir þverflautuleikari heldur tónleika í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á sunnudag, kl. 17. Þar verða flutt einleiksverk eftir Jón Nordal, Henri Tomasi, Kazuo Fukushima, G. Ph. Telemann, André Jolivet og Jean Francaix.

KRISTJANA Helgadóttir þverflautuleikari heldur tónleika í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á sunnudag, kl. 17. Þar verða flutt einleiksverk eftir Jón Nordal, Henri Tomasi, Kazuo Fukushima, G. Ph. Telemann, André Jolivet og Jean Francaix.

Kristjana lauk námi hjá Bernharði Wilkinson við Tónlistarskólann í Reykjavík 1995 og fór þaðan í Sweelinck Conservatorium van Amsterdam þar sem hún lauk UM (Uitvoerend Musicus) gráðu 1998 auk eins árs námi í samtímatónlist frá sama skóla. Kennarar hennar þar voru Abbie de Quant og Harry Starreveld.

Kristjana hefur verið virk í tónleikahaldi hér á landi sem erlendis bæði sem einleikari og í hljómsveitum.

Tónleikarnir eru styrktir af Mosfellsbæ og er aðgangur ókeypis.