Kristín Helgadóttir og Ingunn Helgadóttir, framkvæmdastjórar hjá KFC, afhenda Rósu Guðbjartsdóttur ávísun að upphæð ein milljón króna.
Kristín Helgadóttir og Ingunn Helgadóttir, framkvæmdastjórar hjá KFC, afhenda Rósu Guðbjartsdóttur ávísun að upphæð ein milljón króna.
Í TILEFNI af opnun nýs kjúklingastaðar Kentucky Fried Chicken (KFC) í Mosfellsbæ í gær, veitti fyrirtækið Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) eina milljón króna til starfsemi SKB að gjöf, auk þess sem 10% af verði barnaboxa munu í sumar renna...

Í TILEFNI af opnun nýs kjúklingastaðar Kentucky Fried Chicken (KFC) í Mosfellsbæ í gær, veitti fyrirtækið Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) eina milljón króna til starfsemi SKB að gjöf, auk þess sem 10% af verði barnaboxa munu í sumar renna til starfsemi félagsins. Krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra var boðið að vera við opnunina, en í félaginu eru rúmlega 170 börn og aðstandendur þeirra.

Að sögn Rósu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra SKB, er starfsemi félagsins að mestu leyti fjármögnuð af einstaklingum og fyrirtækjum og því komi styrkir á borð við þennan ávallt í góðar þarfir. Hún segir að þau fjárframlög sem félaginu berist fari einkum í beina fjárhagsaðstoð til fjölskyldna krabbameinssjúkra barna, félagslegan stuðning við fjölskyldurnar og einnig sé nokkru af fénu varið til kaupa á tækjum eða búnaði inn á barnadeildir.