FORSVARSMENN Mekkano lögðu í gær fram beiðni um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Tilraunir til nauðasamninga, sem gerðar hafa verið að undanförnu, báru, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, ekki árangur.

FORSVARSMENN Mekkano lögðu í gær fram beiðni um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Tilraunir til nauðasamninga, sem gerðar hafa verið að undanförnu, báru, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, ekki árangur.

Öllu starfsfólki Mekkano var sagt upp í lok apríl síðastliðins. Fyrirtækið varð til á síðasta ári við sameiningu netlausnafyrirtækisins Gæðamiðlunar og GSP almannatengsla.